„Það er sláandi að sjá þetta“

Guðlaugur Þór Þórðarson er með böggum hildar yfir utanvegaakstri hins …
Guðlaugur Þór Þórðarson er með böggum hildar yfir utanvegaakstri hins þýska Pete Ruppert í Þjórsárverum.

„Við lít­um þetta mjög al­var­leg­um aug­um og ég kallaði eft­ir upp­lýs­ing­um um þetta strax og ég sá þetta,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, í sam­tali við mbl.is um ut­an­vega­akst­ur hins þýska Pete Rupp­ert á fjór­tán tonna þungu öku­tæki, Mercedes-Benz Zetros, um friðlýsta nátt­úru, meðal ann­ars Þjórsár­ver, en Þjóðverj­inn kallaði Íslend­inga smán­ar­blett á sköp­un­ar­verki drott­ins svo sem lesa má um hér:

Seg­ir ráðherra enga sér­fræðinga þurfa til að sjá að Rupp­ert fór mjög glæfra­lega um landið í för sinni. „Þarna eru menn á gríðarlega stór­um trukk á viðkvæmu svæði og það seg­ir sig sjálft að þarna er ekki farið fram með þeirri virðingu og var­kárni sem ber að viðhafa á svæði sem þessu, þetta eru Þjórsár­ver­in okk­ar,“ seg­ir Guðlaug­ur og bæt­ir því við að skoða þurfi málið í sam­hengi við friðlýs­ing­ar­skil­mála Þjórsár­vera.

Ævintýramaðurinn Pete Ruppert festi 14 tonna Mercedes-Benz á hálendinu en …
Ævin­týramaður­inn Pete Rupp­ert festi 14 tonna Mercedes-Benz á há­lend­inu en Um­hverf­is­stofn­un hef­ur auk þess borist fjöldi ábend­inga og mynda af akstri hans utan vega. Skjá­skot/​Youtu­be

Tök­um vel á móti ferðamönn­um

„Svo er það nú þannig, og ég hef haft af því áhyggj­ur, að aðilar sem ganga svona fram og þekkja lítið til – þetta er nú ekki eins­dæmi – vita ekki að helsta ógn­in við há­lendið er um­ferð á borð við þessa. Við tök­um auðvitað vel á móti ferðamönn­um og fólki sem heim­sæk­ir landið, þeir Íslend­ing­ar sem ferðast um landið og hafa gert um ára­tugi bera upp til hópa virðingu fyr­ir nátt­úr­unni, maður heyr­ir ekki mikl­ar kvart­an­ir af þeim á þess­um vett­vangi,“ seg­ir ráðherra.

Ítrek­ar hann að lok­um að málið sé litið al­var­leg­um aug­um í ráðuneyt­inu. „Það er slá­andi að sjá þetta, þarna er vegið að ósnort­inni nátt­úru og þeirri miklu fjöl­breytni sem hún geym­ir,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert