Gæsluvarðhald framlengt um tvær vikur

Konan var handtekin á vettvangi.
Konan var handtekin á vettvangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gæsluvarðhald yfir konu, sem situr í varðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns á sextugsaldri í fjölbýlishúsi við Bátavog, hefur verið framlengt um tvær vikur, eða til 18. október.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Kon­an, sem er um fer­tug, var hand­tek­in á vett­vangi og var úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald. Átti gæsluvarðhaldsúrskurður að renna út í dag, 4. október.

Ævar Pálmi Pálma­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði í samtali við mbl.is í gær að allt benti til þess að manninum hefði verið ráðinn bani.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert