Lokuð réttarhöld í manndrápsmáli hefjast

Réttarhöldin verða lokuð að kröfu for­eldra ungmennanna.
Réttarhöldin verða lokuð að kröfu for­eldra ungmennanna. mbl.is/Hákon

Aðalmeðferð í manndrápsmáli þar sem þrír ungir menn eru ákærðir fyr­ir að hafa orðið pólsk­um karl­manni að bana á bílastæði við versl­un­ina Fjarðar­kaup í Hafnar­f­irði í apríl hefst í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Fjögur eru ákærð í málinu en einni konu er gefið að sök brot á hjálparskyldu en sú tók mynd­skeið upp af árás­inni á síma.

Enn börn að lögum

Réttarhöldin verða lokuð að kröfu for­eldra ungmennanna en þrjú þeirra eru enn börn að lög­um.

Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu verði framhaldið á morgun og ljúki á föstudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka