Mótmæla brottvísunum Venesúelabúa

Hópur fólks mótmælir ákvörðun kærunefndar útlendingamála.
Hópur fólks mótmælir ákvörðun kærunefndar útlendingamála. mbl.is/Hermann Nökkvi

Hópur fólks kom saman í hádeginu við Fitjar í Innri-Njarðvík, til að mótmæla niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um synjun á viðbótarvernd fyrir ríkisborgara Venesúela á Íslandi.

Búist er við að úrskurður kærunefndar sé fordæmisgefandi og mun því hafa áhrif á um 1.500 einstaklinga. Gætu þetta orðið á meðal umfangsmestu fólksflutninga síðari tíma á Íslandi.

Hjálpræðisherinn og Fjölskylduhjálp standa að mótmælunum en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum telja mótmælendur nokkra tugi.

„Við erum ekki tölur. Við erum fólk,“ segir á einu skiltinu sem mótmælendur halda á lofti.

„Við stöndum með fólki frá Venesúela,“ segir á öðru.

mbl.is/Hermann Nökkvi
mbl.is/Hermann Nökkvi
mbl.is/Hermann Nökkvi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert