Nú má heita Fox Winter

Refur að vetrarlagi.
Refur að vetrarlagi. Ljósmynd/Colourbox

Mannanafnanefnd hefur gefið grænt ljós á nokkur ný nöfn sem hafa nú verið færð á mannanafnaskráð.

Um er að ræða eiginnöfnin Fox, Brynylfa, Bábó, Winter, Merkel, Árland, Eldrós, Evin, Andrei, Zulima, Kaia, Tatía, Broteva, Ezra og Brynjarr.

Þetta kemur fram í nýlegum úrskurðum nefndarinnar. Þar kemur einnig fram að beiðnum um eiginnöfnina Octavía og Cara hafi verið hafnað.

Auk þessa var beiðni um föðurkenninguna Barteksdóttir einnig hafnað.

Sérálit um neikvæða merkingu Fox

Hvað varðar nafnið Fox þá kemur fram í úrskurðinum að séráliti hafi verið skilað þar sem m.a. segir að merking íslenska orðsins að fornu og nýju sé neikvæð. Það sé notað sem ókvæðisorð.

„Samþykkt hvorugkynsorðsins fox sem karlkyns eiginnafns er vafasamt, það á í yngri merkingu við konur. Að það færist á mannanafnaskrá leiðir til þess að barn getur hlotið ókvæðisorð sem eiginnafn. Það eru mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem eru ósiðleg, niðrandi eða meiðandi, eins og t.d. Flagð, Bófi, Vél, Prettur, Gabb, Kvenskratti eða Hvinn,“ segir í séráliti sem Hrafn Sveinbjarnarson skilaði. 

„Samhengi íslenskrar tungu rofnar fljótt ef taka á upp ókvæðisorð sem eiginnöfn á grundvelli misskilnings eða ókunnugleika. Ríkir almannahagsmunir standa til þess að íslensk tunga sé varin fyrir slíku. Ég tel að það fari í bág við amaákvæði mannanafnalaga þ.e. 3. mgr. 5. gr. að hafa fox sem eiginnafn og því ekki hægt að fallast á það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka