„Það hefur aldrei borið á þessu áður“

Íbúum er ráðlagt að sjóða neysluvatn.
Íbúum er ráðlagt að sjóða neysluvatn. mbl.is/Golli

HEF Veitur bíða enn eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að í ljós kom við reglubundið eftirlit að neysluvatn á Borgarfirði eystra er örverumengað.

Um er að ræða E. coli/kólígerla sem gefur til kynna að vatnið sé mengað af saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum. Hefur íbúum verið ráðlagt að sjóða neysluvatn en talið er óhætt að nota vatnið til annarra þarfa.

Ekki vitað hvernig mengunin kom til

Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri veitunnar, segir ekki liggja fyrir hvenær niðurstöður úr sýnatökum skili sér, heilbrigðiseftirlitið vinni að því.

Hann kveðst ekki vita til þess að örverumengun hafi komið upp hjá veitunni áður, og er ekki vitað hvernig mengunin kom til.

„Það hefur aldrei borið á þessu áður.“

Eru starfsmenn nú að vinna við að skoða vatnsbólin sem eru uppi í fjöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert