Árásarmennirnir enn ófundnir

Lögreglan rannsakar málið.
Lögreglan rannsakar málið. Samsett mynd/Eggert

Lögreglan leitar enn þeirra sem réðust á ráðstefnugest á vegum Samtakanna ´78 í síðustu viku.

Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er verið að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum og rannsaka málið.

Spurður hvort lögreglan hafi hugmynd um hverjir voru að verki kveðst hann ekki vilja tjá sig um það.

Formaður Samtakanna ´78 sagði við mbl.is skömmu eftir árásina að ráðstefnugesturinn hefði verið á leið heim af hátíðarkvöldverði þegar ráðist var á hann stutt frá Fosshótel Reykjavík. Var hann einn á gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka