Björk og Rosalia hvetja fólk til að fjölmenna á mótmælin

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is

Söngkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalia hvetja fólk til að fjölmenna á mótmælin á Austurvelli á morgun.

„Mig langar að gefa lag sem ég og Rosalia sungum saman. Ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lagið kemur út í október,“ segir í tilkynningu Bjarkar.

Sjö samtök standa fyrir mótmælafundinum á Austurvelli á laugardaginn en þau eru: Ungir umhverfissinnar, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd, Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna, Íslenski náttúruverndarsjóðurinn og VÁ-félag um vernd fjarðar.

Ís­land hefur stærsta ó­snerta svæði Evrópu

„Íbúar Seyðisfjarðar mótmæltu því að fjörðurinn þeirra yrði líklega lagður undir þetta. Þeir eru í málaferli vegna þessa og okkur langar að hjálpa til með kostnaðinn. Þetta gæti orðið fordæmisgefandi fyrir alla firði í heiminum. 

Ís­land hefur stærsta ó­snerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt ó­heft í ám, vötnum og fjörðum,“ segir Björk.

„Þannig að þegar ís­lenskir og norskir við­skipta­menn fóru að setja upp sjó­kvía­eldi í meiri­hlutann af fjörðunum okkar var það rosa­legt á­fall fyrir þjóðina og hefur orðið að máli málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan ára­tug án neins reglu­verks eða laga­ramma,“ segir Björk ennfremur í tilkynningunni.

View this post on Instagram

A post shared by Björk (@bjork)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka