Fordæmalaus aðgerð matvælaeftirlitsins

Matvælin voru geymd við óheilnæmar aðstæður.
Matvælin voru geymd við óheilnæmar aðstæður. Samsett mynd/Eggert/Unsplash

Mat­væla­eft­ir­lit heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur­borg­ar lagði í síðustu viku hald á nokk­ur tonn af mat­væl­um sem geymd voru við óheil­næm­ar aðstæður á höfuðborg­ar­svæðinu.

Um er að ræða alls kon­ar teg­und­ir mat­væla, allt frá sós­um og ann­ars kon­ar kæli­vöru að þurr­vöru og kjöti.

Fram­kvæmda­stjóri heil­brigðis­eft­ir­lits­ins og deild­ar­stjóri mat­væla­eft­ir­lits­ins segja málið for­dæma­laust og ein­stakt.

Aðgerðin, sem var um­fangs­mik­il, fór fram í síðustu viku og stend­ur rann­sókn nú yfir. Alls komu tíu heil­brigðis­full­trú­ar að aðgerðinni en þó ekki all­ir á sama tíma.

Að sögn Óskars Ísfeld Sig­urðsson­ar deild­ar­stjóra er búið að farga mat­væl­un­um en ljóst er að þau voru ekki hæf til neyslu.

Hann kveðst ekki geta full­yrt hvað eig­and­inn hafi ætlað að gera við þau en um­fang þeirra gefi til kynna að hann hafi ekki ætlað að neyta þeirra sjálf­ur.

Ekki feng­ust upp­lýs­ing­ar um hvort mat­væl­in væru á veg­um ein­stak­lings eða fyr­ir­tæk­is.

Ólög­leg­ur mat­vælala­ger

„Við kom­umst á snoðir um ólög­leg­an mat­vælala­ger, þar sem meðal ann­ars voru frysti­kist­ur með ým­iss kon­ar mat­væl­um. [...] Við skoðuðum mat­væl­in þegar við kom­um þarna inn og það var fljót­tek­in ákvörðun að það þyrfti að farga þeim öll­um. Mat­væl­in voru geymd við þannig aðstæður að okk­ar mat var að þau væru óneyslu­hæf.“

Var þetta mikið magn?

„Já, þetta var tölu­vert mikið magn af mat­væl­um,“ seg­ir Óskar og bæt­ir við að um hafi verið að ræða mat­væli sem skiptu nokkr­um tonn­um. Ná­kvæm­ur kílóa­fjöldi liggi þó ekki fyr­ir.

Ekki hægt að full­yrða

Hvað átti að gera við þessi mat­væli?

„Við get­um ekki full­yrt neitt um það hvað viðkom­andi hafi ætlað sér að gera við þetta. Viðkom­andi var að geyma þetta þarna og hafði ekki til­skil­in leyfi og hús­næðið hentaði ekki til geymslu held­ur.“

Er ein­hver ástæða til þess að halda að veit­ingastaðir hafi verið að kaupa mat­væl­in?

„Við höf­um eng­ar upp­lýs­ing­ar um slíkt.“

Förg­un mat­væl­anna lokið

Förg­un mat­væl­anna lauk nú á mánu­dag, í kjöl­far aðgerðar­inn­ar í síðustu viku.

„Það var farið með þau á viðeig­andi sorpstað. Í þessu til­felli var farið með þau í GAJU [gas- og jarðgerðar­stöð Sorpu í Álfs­nesi]. Þar eru umbúðir og papp­ír hreinsað í burtu og svo fer þetta í moltu­gerð.“

Málið til rann­sókn­ar

Aðspurður kvaðst hann ekki geta staðfest hvar mat­væl­in voru geymd.

„Það mik­il­væga í þessu er nátt­úru­lega að það er búið að ná utan um þau mat­væli sem þarna voru og tryggja að þau fari ekki í dreif­ingu, ef það var ætl­un­in.“

Spurður um viður­lög við geymslu mat­væla við þess­ar aðstæður ít­rek­ar Óskar að málið sé enn til rann­sókn­ar en tek­ur fram að sekt­ar­heim­ild­ir mat­væla­eft­ir­lits­ins séu ekki skýr­ar.

„Þetta er eitt­hvað sem við erum að skoða í sam­vinnu við okk­ar lög­fræðinga.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert