Kæra frávísun í hryðjuverkamálinu

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður Sindra …
Karl Ingi Vilbergsson saksóknari og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður Sindra Snæs Birgissonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari staðfesti í samtali við mbl.is í kvöld að héraðssaksóknari hafi kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun í hinu svokallaða hryðjuverkamáli til Landsréttar.

„Nú verður þetta bara tekið til skoðunar hjá Landsrétti og hann kveður upp sinn úrskurð. Ég get ekki sagt til um það hvenær hann liggur fyrir. Það tók einhverjar vikur síðast í mars,“ sagði Karl Ingi í samtali við mbl.is.

Rúv greindi fyrst frá. 

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar, lagði fram frávísunarkröfu í hryðjuverkmáli gegn þeim Sindra og Ísidórs Nathanssonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en ákæruliðum á hendur mönnum tveimur um undirbúning hryðjuverka var í annað sinn vísað frá á mánudaginn vegna annmarka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert