Lyktin af matvælunum barst um húsið

Matvælalagerinn fannst í geymslu í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20.
Matvælalagerinn fannst í geymslu í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mat­vælala­ger­inn sem lagt var hald á í síðustu viku var í geymslu­rými í iðnaðar­hús­næði í Sól­túni 20 í Reykja­vík. Þetta herma heim­ild­ir mbl.is.

Alls kon­ar mat­væli fund­ust í geymsl­unni og töldu þau nokk­ur tonn.

Voru þau geymd við óheil­næm­ar aðstæður að mati mat­væla­eft­ir­lits borg­ar­inn­ar, sem taldi þau óhæf til neyslu.

Við geymsluhúsnæðið í dag.
Við geymslu­hús­næðið í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kvartað und­an lykt­inni

Að því er heim­ild­ir mbl.is herma höfðu aðrir með af­not af hús­næðinu kvartað und­an lykt sem hafði borist frá geymsl­unni.

Óskar Ísfeld Sig­urðsson, deild­ar­stjóri mat­væla­eft­ir­lits­ins, sagði við mbl.is fyrr í dag að fyr­ir­tæki hefði geymsl­una á leigu.

Hann hef­ur ekki staðfest hvort mat­væl­in hafi verið seld á veit­ingastaði eða í búðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert