Lyktin af matvælunum barst um húsið

Matvælalagerinn fannst í geymslu í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20.
Matvælalagerinn fannst í geymslu í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Matvælalagerinn sem lagt var hald á í síðustu viku var í geymslurými í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20 í Reykjavík. Þetta herma heimildir mbl.is.

Alls konar matvæli fundust í geymslunni og töldu þau nokkur tonn.

Voru þau geymd við óheilnæmar aðstæður að mati matvælaeftirlits borgarinnar, sem taldi þau óhæf til neyslu.

Við geymsluhúsnæðið í dag.
Við geymsluhúsnæðið í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvartað undan lyktinni

Að því er heimildir mbl.is herma höfðu aðrir með afnot af húsnæðinu kvartað undan lykt sem hafði borist frá geymslunni.

Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlitsins, sagði við mbl.is fyrr í dag að fyrirtæki hefði geymsluna á leigu.

Hann hefur ekki staðfest hvort matvælin hafi verið seld á veitingastaði eða í búðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert