Matvælalagerinn í geymslu á vegum fyrirtækis

Matvælin voru geymd við óheilnæmar aðstæður.
Matvælin voru geymd við óheilnæmar aðstæður. Samsett mynd/Eggert/Unsplash

Matvælalagerinn sem matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur lagði hald á í síðustu viku, og fargaði á mánudag, fannst í geymslu sem fyrirtæki hafði á leigu.

Þetta staðfestir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlitsins, við mbl.is.

Eins og Morgunblaðið og mbl.is greindu frá í morgun er málið enn til rannsóknar hjá eftirlitinu en matvælin skiptu nokkrum tonnum og voru geymd við óheilnæmar aðstæður.

Gæti farið á borð lögreglu

Að sögn Óskars er nú unnið að því að afla frekari upplýsinga og leggja mat á hvort málið sé þess eðlis að það fari á borð lögreglu.

Aðspurður kveðst Óskar ekki geta tjáð sig um hvort aðrir munir en matvæli hafi verið í geymslunni en staðfestir þó að frystikisturnar hafi verið fleiri en ein. Kveðst hann almennt ekki vilja tjá sig frekar um málið þar sem það sé enn til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert