Fimmtán ár frá bankahruni

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:44
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:44
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Fimmtán eru í dag síðan Geir H. Haar­de flutti eft­ir­minni­lega ræðu þar sem hann bað guð að blessa Ísland. Í hug­um flestra er þetta dag­ur­inn sem banka­hrunið varð raun­veru­legt þó Glitn­ir hafi vissu­lega fallið um viku fyrr.

Már Mixa dós­ent á fé­lags­vís­inda­sviði í viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands var starfsmaður Spari­sjóðsbank­ans í lausa­fjár­stýr­ingu þann 6. októ­ber. 

Hann seg­ir ekk­ert benda til þess að annað banka­hrun sé í vænd­um og að heilmargt hafi færst til betri veg­ar í banka­kerf­inu. Þá séu banka­menn í dag mun betri en hann og aðrir sem störfuðu í bönk­un­um á sín­um tíma þegar bank­arn­ir féllu.

Kom á óvart hve mörg­um var brugðið

„Það var búið að hvísla mikið um þetta meðal ákveðinna starfs­manna, að ástandið væri afar dökkt. Síðan er þessi ræða [Geirs H. Haar­de] og marg­ir voru í áfalli eft­ir hana enda tók hann ansi djúpt í ár­inni,“ seg­ir Már. 

„Það kom mér á óvart hve mörg­um var brugðið. Mér hafði fund­ist slæmt ástand í um­tals­verðan tíma og að eitt­hvað slæmt lægi í loft­inu. Ég ætla ekki að þykj­ast vita til um að allt myndi hrynja eins og dóminó en mér fannst ljóst að erfiðir tím­ar væru fram und­an,“ seg­ir Már um upp­lif­un sína af tíma­bil­inu fyr­ir hrun.

Allt upp í háa­loft við eðli­lega arðsemi 

Már Wolfgang Mixa.
Már Wolfgang Mixa. Ljós­mynd/​Aðsend

Að hans viti hef­ur heilmargt færst til betri veg­ar inn­an banka­kerf­is­ins. Þannig séu reglu­verk og hug­mynda­fræði betri en var á sín­um tíma.

„Árin fyr­ir 2008 þá sam­gladd­ist fólk vel­gengni bank­anna inni­lega. Engu að síður var vaxtamun­ur bank­anna meiri og íbúðalán miklu dýr­ari en í dag. Nú hef­ur þetta eig­in­lega snú­ist við upp í önd­verðu sína. Nú mega bank­arn­ir ekki ná eðli­legri arðsemi án þess að allt fari í háa loft,“ seg­ir Már.

Hann seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort of mikið aðhald sé í fjár­mála­starf­semi í dag.

„Bæði al­menn­ing­ur og banka­menn eru miklu betri. Ég segi oft að ís­lensk­ir banka­menn í dag séu á heild­ina litið betri [...] í raun miklu, miklu, betri en ég og mitt fólk vor­um á sín­um tíma,“ seg­ir Már.

Hafa ekki áhuga

Hann tel­ur að hru­nár­in séu að baki í huga flestra en þó sé hóp­ur sem muni aldrei jafna sig al­menni­lega á þess­um tíma.

„Ég finn það til að mynda á nem­end­um mín­um. Þeir hafa ekki áhuga á áhrif­um hruns­ins. Maður þarf að hafa þá umræðu í lág­marki áður en fólk sviss­ar yfir á Face­book,“ seg­ir Már en hann kenn­ir meðal ann­ars nám­skeið um fjár­mála­markaði hjá Há­skóla Íslands.

Hann seg­ir þó að ekki megi gleyma því að um 1% þjóðar­inn­ar hafi hrökklast úr hús­næði sínu og sé enn með óbragð í munni.

Mjög róstusamur tími tók við í íslensku samfélagi eftir bankahrunið.
Mjög róstu­sam­ur tími tók við í ís­lensku sam­fé­lagi eft­ir banka­hrunið. mbl.is/Ó​mar

Allt annað ástand í gangi 

Spurður hvort lík­ur séu á öðru hruni, sé tekið mið af nú­ver­andi ástandi þá tel­ur Már slíkt ekki lík­legt.

„Nei, það er allt annað ástand í gangi,“ seg­ir Már.

Til sam­an­b­urðar seg­ir Már að hann hafi verið bú­inn að ákveða að skrifa meist­ara­rit­gerð sína um hrun á ís­lensku fjár­mála­kerfi þegar árið 2004 eða 2005. Hann tel­ur sig hafa séð í hvað stefndi löngu áður en að hrun­inu kom. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert