Krafa VR og LÍV í komandi kjaraviðræðum verður að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga eða sem svarar til 32 klukkustundum á viku.
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði VR en þar segir meðal annars í greininni;
„Þetta kann að virðast róttækt. Hefðin fyrir fimm daga vinnuviku er sterk á Íslandi og í flestum nágrannalöndum okkar. Hefðin er í raun svo sterk að það virkar á mörg eins og náttúrulögmál að fólk skuli vinna frá mánudegi til föstudags, átta til fjögur.
Staðreyndin er hins vegar sú að vinnuvikan er ekki náttúrulögmál. Vinnuvikan er mannanna verk, hún er venja sem við höfum tileinkað okkur.“
Fram kemur að stytting vinnuvikunnar geti aukið lífsgæði og sé liður í því að takast á við tækniframfarir án þess að skerða afköst eða framleiðni.
„Vinnufyrirkomulag okkar er ekki náttúrulögmál heldur venja sem má rýna og breyta. Okkur ber jafnframt skylda til þess að breyta slíkri venju og við teljum að breytingin verði til góðs. Þess vegna gera VR og LÍV þá kröfu að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga.“