Landsréttur þyngdi dóm yfir Jóhannesi nuddara

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Jón Pétur

Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni fyrir að hafa nauðgað konu á nuddstofu sinni árið 2012, en hann hlaut 12 mánaða hegningarauka í héraðsdómi í janúar á síðasta ári. Var dómurinn í dag þyngdur um sex mánuði, eða úr 12 mánuðum í 18 mánaða fangelsi. 

Dómurinn í héraði, sem Landsréttur hefur nú staðfest og þyngt, er ann­ar dóm­ur­inn sem Jó­hann­es hlýt­ur vegna brota sem þess­ara, en áður hafði hann hlotið sex ára dóm á síðasta ári. Er heild­ar­dóm­ur hans í báðum mál­un­um því orðinn sjö og hálft ár. 

Þá dæmdi Landsréttur Jóhannes til að greiða brotaþola tvær milljónir króna með vöxtum líkt og hann var dæmdur til í héraði.

Ákvæði um sakarkostnað var staðfest, en Jóhannes var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað þar með talið málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola.

Aðalmeðferð í málinu fór fram í september en Jóhannes var fundinn sekur í héraðsdómi af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu sinni árið 2012.

12 mánaða hegningarauki ofan á sex ára dóm

Þá var Jóhannesi dæmdur hegningarauki til 12 mánaða en hann hlaut sex ára dóm árið 2021 fyr­ir að hafa nauðgað fjór­um kon­um á tíma­bil­inu 2009 til 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert