Um hálfþrjúleytið í nótt var tilkynnt um mann með hníf fyrir utan hús í austurbæ Reykjavíkur.
Í tilkynningunni kom fram að maðurinn hefði farið af vettvangi í bifreið og var hann stöðvaður af lögreglunni skömmu síðar.
Maðurinn fór ekki að fyrirmælum og neyddist lögreglan til að beita varnarúða til að yfirbuga hann. Málsatvik eru óljós og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynnt var um mann að berja á glugga húss um fjögurleytið í nótt. Hann var farinn þegar lögreglan kom á vettvang. Engar skemmdir urðu og engar kröfur voru gerðar á hendur manninum.
Um hálftvöleytið í nótt barst tilkynning um líkamsárás í hverfi 105. Lögreglan fór á staðinn er málið reyndist minniháttar.
Tilkynnt var um ógnandi mann í stigagangi fjölbýlishúss í Reykjavík um hálftvöleytið í nótt. Lögreglan fór á staðinn og vísaði manninum á brott.