Vill ekki tjá sig um orð Áslaugar

Svandís Svavarsdóttir vildi ekki tjá sig um ummæli Áslaugar Örnu …
Svandís Svavarsdóttir vildi ekki tjá sig um ummæli Áslaugar Örnu þegar eftir því var leitað að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Samsett mynd

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kýs að tjá sig ekki um þau ummæli sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lét falla á ráðstefnu Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Fjölmiðlar leituðu viðbragða Svandísar að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum nú í morgun. 

Orð Áslaugar á ráðstefnunni hafa vakið mikla athygli. 

Sagði Svandísi samnefnarann

Í upp­hafi er­ind­is síns sagði Áslaug að sér fynd­ist „við al­mennt vera að sofna á verðinum í ís­lensku sam­fé­lagi á mörg­um sviðum“.

„Og það er það sem mig lang­ar að tala um í dag. Ég viður­kenni að það er reynd­ar mjög freist­andi að tala um mál­efni líðandi stund­ar. Bara mjög freist­andi. Ég gæti rætt um gull­húðun ís­lenskra stjórn­valda og þungt reglu­verk ESB,“ sagði hún.

„Ég gæti rætt um hval­veiðar, nú eða sjókvía­eldið – eða bara Sam­keppnis­eft­ir­litið og jafn­vel verk­taka þess, ráðuneytið, ákveðið ráðuneyti sem er ein­mitt í sama húsi í B26,“ bætti hún við og vísaði þar til húss­ins við Borg­ar­tún 26.

„Ég gæti líka rætt sam­nefn­ar­ann yfir þetta flest: Svandísi Svavars­dótt­ur ...“

Birti mynd af samráðherranum

Um leið og Áslaug sleppti orðinu birt­ist mynd af Svandísi á stór­um skjá and­spæn­is ráðstefnu­gest­um. Hún hélt svo áfram að tala um sam­ráðherra sinn.

„... sem sit­ur með mér í rík­is­stjórn­inni, rík­is­stjórn­inni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og inni­lega. Og um hana get ég sagt eitt – sem sagt rík­is­stjórn­ina, ekki Svandísi – þessi rík­is­stjórn, hún er skárri með Sjálf­stæðis­flokkn­um í hon­um [sic] en án hans.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert