Alma Ýr Ingólfsdóttir lögfræðingur hefur verið kjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Aðeins einu atkvæði munaði á Ölmu og mótframbjóðanda hennar, Rósu Maríu Hjörvar bókmenntafræðingi.
Alma var kjörin formaður á aðalfundi sem nú stendur yfir, en hún sigraði með 57 atkvæðum gegn 56, að því er fram kemur í tilkynningu frá bandalaginu.
Fram kemur að einn hafi skilað auðu.