Banaslys varð á sveitabæ í Norðfjarðarsveit fyrr í dag. Í tilkynningu lögreglu segir að maður á sjötugsaldri hafi látist í slysinu.
Tilkynning um slysið barst lögreglu laust fyrir klukkan fimm í dag.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og Vinnueftirliti.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.