Fjöldi fólks er kominn saman á Austurvelli til að mótmæla sjókvíaeldi.
Mótmælin hófust klukkan 15 og er þess krafist að eldi laxa í sjókvíum verði stöðvað. Veðrið er með besta móti og telja mótmælendur nokkur hundruðum.
Sjö samtök standa fyrir mótmælafundinum á Austurvelli á laugardaginn en þau eru: Ungir umhverfissinnar, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd, Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna, Íslenski náttúruverndarsjóðurinn og VÁ-félag um vernd fjarðar.