Gott að huga að niðurföllum fyrir morgundaginn

Á morgun er spáð talsverðri eða mikilli úrkomu á suðvesturhorninu.
Á morgun er spáð talsverðri eða mikilli úrkomu á suðvesturhorninu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Suðvestanátt verður í dag 8-15 metrar á sekúndu. Skýjað og sum staðar skúrir eða rigning á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað fyrir austan. Hiti 4 til 8 stig.

Á morgun veður áfram suðvestan 8-15 metrar á sekúndu en þá með rigningu um mest allt land, jafnvel talsverðri eða mikilli úrkomu á suðvesturhorninu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að gott sé að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Léttir til vestanlands um kvöldið. Áfram milt í veðri, hiti 5 til 9 stig.

Gengur í norðan hvassviðri eða storm á þriðjudaginn en hægari norðaustanlands. Rigning eða slydda um norðanvert landið en snjókoma þar til fjalla. Heldur hlýrra með dálítilli rigningu sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki norðanlands en allt að 6 stigum syðst.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert