Gular viðvaranir vegna úrhellisrigningar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir.
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í nótt á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi vegna úrhellisrigningar.

Bendir Veðurstofan á mikilvægi þess að hreinsa ræsi og niðurföll til að forðast vatnstjón. Einnig þurfi að fylgjast vel með kjöllurum og skemmum sem gætu orðið fyrir vatnstjóni. 

Viðvaranir gilda fram á kvöld á morgun.

Viðvaranir fyrir allt landið á þriðjudag

Þá taka gular viðvaranir gildi fyrir allt landið aðfaranótt þriðjudags vegna norðanstorms með rigningu eða snjókomu.

Færð gæti spillst á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og Austfjörðum. Veðurstofan hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til að fylgjast vel með veðurspám og ástandi næstu daga.

Viðvaranirnar gilda til miðnættis á miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert