Katrín segir árásir Hamas á Ísrael skelfilegar

Katrín hefur áhyggjur af frekari stigmögnun.
Katrín hefur áhyggjur af frekari stigmögnun. Samsett mynd

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra kveðst í sam­tali við mbl.is hafa mikl­ar áhyggj­ur af frek­ari stig­mögn­un í átök­um sem eiga sér stað í Ísra­el og Gaza vegna áfram­hald­andi hryðju­verka­árása Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna, sem hóf­ust í gær.

„Þetta er auðvitað al­gjör­lega skelfi­legt, þess­ar skelfi­legu árás­ir sem Ham­as réðust í í gær­morg­un. Við sjá­um það að á þess­um eina sól­ar­hring hef­ur þetta stig­magn­ast mjög hratt. Bæði mikið mann­fall á ein­um degi og lít­ur út fyr­ir að þetta geti stig­magn­ast með aðkomu Hez­bollah í Líb­anon,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við:

Þannig þetta er bara skelfi­leg at­b­urðarás sem við erum að sjá fara þarna af stað, á svæði sem á sér langa sögu átaka og mik­illa grimmd­ar­verka í fortíðinni.“

Seg­ir Þór­dísi hafa lýst af­stöðu Íslands

Tek­ur þú und­ir orð Þór­dís­ar um að Ísra­el hafi full­an rétt til sjálfs­varn­ar?

„Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur lýst af­stöðu ís­lenskra stjórn­valda þar sem við for­dæm­um þess­ar árás­ir í gær. En eins og ég segi þá er full ástæða til að hafa mikl­ar og þung­ar áhyggj­ur af þess­ari stig­mögn­un sem við höf­um séð síðasta sól­ar­hring­inn og hún get­ur breiðst út.“

Að lok­um ít­rek­ar Katrín að borg­araþjón­ust­an sé búin að vera í sam­skipt­um við Íslend­inga í Ísra­el og að þeir eigi að láta vita af sér. Fólki líði auðvitað óþægi­lega í þess­um aðstæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert