Líklegt að Íran gegni hlutverki í hryðjuverkunum

Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir líklegt að Íran sé …
Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir líklegt að Íran sé að styðja við hryðjuverkamennina í Hamas. Samsett mynd

Arn­ór Sig­ur­jóns­son, sér­fræðing­ur í varn­ar­mál­um, seg­ir lík­legt að klerka­veldið Íran styðji við palestínsku hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as í árás sinni á Ísra­el. Eitt af mark­miðunum með árás­inni hafi verið að spilla fyr­ir mögu­leg­um friðarsamn­ingi á milli Sádi-Ar­ab­íu og Ísra­els.

„Ég myndi halda að það væru meiri lík­ur en minni á því að þeir [Íran] séu með putt­ana í þessu og að ír­anski bylt­ing­ar­vörður­inn [úr­vals­sveit Írans­hers] sé þarna inni líka að ein­hverju leyti,“ seg­ir Arn­ór í sam­tali við mbl.is.

Bend­ir hann á að Íran sé form­lega búið að styðja hryðju­verk­in hjá Ham­as gegn Ísra­el og að Hez­bollah, hryðju­verka­sam­tök úr Líb­anon sem eru studd af Íran, séu einnig byrjuð að skjóta eld­flaug­um yfir landa­mæri suður-Líb­anon á Ísra­el.

„Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem komu fram í fjöl­miðlum í gær voru ein­hverj­ar ein­ing­ar af þess­um palestínsku hefnd­ar­verka­mönn­um sem gerðu árás­ir á landa­mæra­byggðir Ísra­el, þeir komu ekki frá Gaza held­ur utan frá. Þetta er eitt­hvað sem verður rann­sakað bet­ur,“ seg­ir hann.

Þrjú meg­in­mark­mið árás­ar­inn­ar

Sádi-Ar­ab­ía og Ísra­el voru fyr­ir árás­ina kom­in ágæt­lega langt á veg með að gera friðarsamn­ing sem myndi fela í sér form­leg póli­tísk og viðskipta­tengsl á milli þjóðanna tveggja.

Fréttamiðill­inn Politico og fleiri fjöl­miðlar hafa fjallað um það að Íran, standi þeir að baki inn­rás­ar Ham­as í Ísra­el, sé að reyna að spilla fyr­ir þess­um samn­ingi, enda myndi hann hafa nei­kvæð áhrif á Íran og Palestínu. Spurður út í þessa kenn­ingu tek­ur Arn­ór und­ir hana. Að baki árás­ar­inn­ar séu lík­lega þrjár megin­á­stæður.

„Ég held að það sé al­veg rétt, það er ör­ugg­lega eitt af mark­miðunum. Hitt mark­miðið er að þeir [Íran] eru í stríði við Ísra­el í gegn­um þriðja aðila, Ham­as og Hez­bollah.

Svo í þriðja lagi má gera ráð fyr­ir því að ef viðbrögð Ísra­els­manna verða jafn hörð og ofsa­feng­in eins og þeir hafa boðað þá mun ar­ab­aheim­ur­inn snú­ast gegn þeim, og jafn­vel fleiri lönd á Vest­ur­lönd­um.“

Ísraelskir skriðdrekar í útjaðri bæjarins Kiryat Shmona, nálægt landamærunum að …
Ísra­elsk­ir skriðdrek­ar í útjaðri bæj­ar­ins Kiryat Shmona, ná­lægt landa­mær­un­um að Líb­anon. AFP/​Jalaa Marey

Inn­rás í Gaza yf­ir­vof­andi í gagn­sókn

Arn­ór bend­ir á að nú taki við gagn­sókn Ísra­els. Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, hafi sagt í gær að þrjú mark­mið Ísra­els væru að:

  1. Koma á stöðug­leika í Ísra­el með því að ráða niður­lög­um hryðju­verka­mann­anna sem eru að gera árás­ir.
  2. Efla varn­ir á norður­landa­mær­um Ísra­els með til­liti til Hez­bollah í Líb­anon.
  3. Útrýma Ham­as og koma í veg fyr­ir að þeir geti starfað aft­ur.

„Það þýðir auðvitað inn­rás í Gaza,“ seg­ir Arn­ór.

Sak­laust fólk í gísl­ingu 

Að lok­um var hann spurður út í fregn­ir af því að Ham­as væri að setja sak­lausa borg­ara sem þeir rændu frá Ísra­el í vopna­birgi sín og bækistöðvar á Gaza-svæðinu til að gera Ísra­el erfitt fyr­ir að gera al­menni­lega gagn­sókn. Arn­ór seg­ir þær frétt­ir, ef sann­ar, ekki koma á óvart í ljósi þess að það hafi verið gert áður.

„Já þeir hafa gert þetta áður, það er ekk­ert nýtt. Það eru eitt­hvað um hundrað manns sem eru tal­in vera í gísl­ingu hjá þeim. Kon­ur, börn og gam­al­menni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert