Aðalmeðferð í Drangahraunsmálinu hafin

Maciej Jakub Tali leiddur í dómsalinn í morgun.
Maciej Jakub Tali leiddur í dómsalinn í morgun. mbl.is

Aðalmeðferð í máli karlmanns sem grunaður er um að hafa drepið Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði á þjóðhátíðardaginn 17. júní hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness.

Maður­inn, Maciej Jakub Tali, pólsk­ur rík­is­borg­ari, er sakaður um að hafa stungið meðleigj­anda sinn fimm sinn­um með hníf, þar af þrjár í efri hluta búks. Ein þeirra er tal­in hafa valdið dauða meðleigj­and­ans, en stung­an náði inn í hjarta.

Maciej neitaði sök við þingfestingu málsins í byrjun september. Er það í taki við það sem áður hafði komið fram í gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði yfir mann­in­um þar sem hann sagðist hafa stungið meðleigj­anda sinn ít­rekað í sjálfs­vörn. Maður­inn var hand­tek­inn á vett­vangi morðsins þar sem hann var ataður í blóði.

Í gæsluvarðhaldsúrskuði yfir manninum kom fram að lögreglan hefði þó lagt fram gögn úr síma Maciej þar sem meðal annars er að finna skilaboð þar sem hann seg­ir: „þessi vit­leys­ing­ur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“.

Auk refsi­kröfu ákæru­valds­ins í mál­inu fara eig­in­kona hins látna og stjúp­barn fram á sam­tals 17 millj­ón­ir í miska­bæt­ur í mál­inu og 2,5 millj­ón­ir vegna út­far­ar­kostnaðs. Jafn­framt er gerð krafa um 35,7 millj­ón­ir vegna missis fram­færslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert