Beygði sig niður sekúndubroti fyrir skotið

Þorgils Þorgilsson lögmaður ásamt sakborningnum í héraðsdómi í morgun.
Þorgils Þorgilsson lögmaður ásamt sakborningnum í héraðsdómi í morgun. mbl.is

Karl­maður á sjö­tugs­aldri sem var að störf­um á barn­um á Dubliner þegar skotárás var þar gerð í mars seg­ist hafa beygt sig niður sek­úndu­broti áður en skot­inu var hleypt af.

„Mér brá rosa­lega við hvell­inn. Ég hélt upp­haf­lega að þetta væri stór tív­olí­bomba eða eitt­hvað," sagði maður­inn og bætti við að gler­brot­um hefði rignt yfir sig. Aðalsjokkið hefði síðan komið síðar.

Hann sagðist hafa hringt í dótt­ur sína til að segja henni frá tív­olí­bomb­unni. Hún hefði þá gúgglað málið og sagt hon­um að þetta hefði verið hagla­byssa. „Þá brá manni rosa­lega og maður gerði sér grein fyr­ir því hversu al­var­legt þetta hefði getað verið," sagði hann og bætti við að hann hefði verið stál­hepp­inn að hafa beygt sig niður rétt áður en skot­inu var hleypt af.

Frá héraðsdómi í morgun.
Frá héraðsdómi í morg­un. mbl.is

„Ég vissi ekk­ert hvað hafði skeð og eng­inn sem sat við bar­inn," hélt hann áfram og sagðist ekki hafa séð mann­inn sem er ákærður fyr­ir verknaðinn, hvorki þegar hann gekk inn né fór út.

Spurður sagðist hann enn vakna upp á nótt­unni við hvell­inn sem hann heyrði og að málið kæmi upp í huga hans mörg­um sinn­um í viku. Hann kvaðst ekki hafa leitað sér aðstoðar vegna þess sem gerðist. „Nei, ég er svo­lítið old school".

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert