Dýr skólpsprenging á Þingvöllum

Lífríki Þingvallavatns er viðkvæmt en aukin umferð ferðamanna um þjóðgarðinn …
Lífríki Þingvallavatns er viðkvæmt en aukin umferð ferðamanna um þjóðgarðinn hefur aukið kostnað við að koma skólpi til hreinsunar. mbl.is/Sigurður Bogi

Á síðustu tólf árum hefur verið látlaus ferðamannastraumur til Þingvalla. Fyrir 20 árum var byggð gestastofa og fræðslumiðstöð á Hakinu. „Þá kom fyrsti vísir að þessari þjónustu fyrir gesti og fimm salerni voru sett upp. Þau voru náttúrulega langt frá því að vera nógu mörg fyrir þann fjölda sem kom inn á svæðið. En á sama tíma fórum við að reka okkur á að við erum á vatnasvæði Þingvallavatns. Mjög ströng reglugerð gildir um meðferð fráveitu frá þessu svæði,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður.

Salernum var fjölgað

„Á árunum 2010 og 2011 var salernum fjölgað og ljóst að við þyrftum að fara í fráveitulausnir. Því var það ákveðið að setja niður hreinsistöð með ærnum tilkostnaði,“ segir Einar. Sprenging varð í fjölgun ferðamanna á árunum 2012 til 2014 og kom fljótlega í ljós að hreinsistöðin væri langt frá því að anna því sem á hana var lagt. „Það þurfti eitthvað meira þannig að það var hreinlega farið að dæla úr henni og hún tæmd reglulega en samhliða þessu er alltaf krafa um fleiri salerni þar sem fjöldi ferðamanna er slíkur.“

Heimsafaraldurinn var notaður til að betrumbæta frárennslismálin á Þingvöllum og bæta við 25 salernum á lykilstöðum, t.d. við bílastæði og göngustíga. Það sem ferðamenn skilja eftir sig fer nú í lokaða tankabíla sem flytja úrganginn í heinsistöð við Sundahöfn þar sem bílarnir losa sig við farminn sem fer inn á dælukerfi Reykjavíkurborgar.

Kostnaður hækkar

„Á þessu ári er kostnaðurinn orðinn mjög mikill enda hefur fjöldi ferðamanna sprungið út á þessu ári. Við erum að horfa fram á mjög harðan raunveruleika við að losa skólpið,“ segir Einar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert