Ekki gerð krafa um rannsókn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lagaramminn geti komið til umræðu …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lagaramminn geti komið til umræðu á Alþingi sem allra fyrst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsætisráðuneytið hefur í smíðum frumvarp til almennra laga um sanngirnisbætur og hefur sett framlagningu þess á þingmálaskrá en málið var afgreitt úr ríkisstjórn föstudaginn 29. september.

Í skriflegu svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að hugsunin að baki þeirri lagasetningu sé m.a. að hverfa sem mest frá einstökum rannsóknum á tilteknum vistheimilum og útgreiðslu bóta vegna slíkra rannsókna í framhaldinu og setja þess í stað almenna löggjöf um sanngirnisbætur.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lagaramminn geti komið til umræðu á Alþingi sem allra fyrst. „Það sem við erum í raun og veru að segja er að við erum ekki að gera þá kröfu að það sé sett rannsóknarnefnd um hvert og eitt mál, heldur er það í raun og veru mat matsnefndar sanngirnisbóta, hvort þörf sé á frekari gögnum eða hvort nægjanleg gögn séu til staðar, í því einstaklingsbundna mati sem þar fer fram,“ segir Katrín.

Litið til Noregs

Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sanngirnisbóta, segir að miðað við þau drög sem hafa birst, þá muni frumvarpinu sem sé í smíðum svipa til fyrirkomulags sanngirnisbóta í Noregi.

„Þessi lög ná ekki bara til vistheimila heldur eiga þau við um misgjörðir sem fólk hefur orðið fyrir af hálfu ríkisins og fær ekki bætur fyrir með öðrum leiðum,“ segir Halldór Þormar.

„Ef ríkið hefði átt að bregðast við en gerði það ekki, þá var það athafnaleysið sem var bótaskylt.“

Hvernig verða bætur greiddar ef úttektir á heimilunum fara ekki fram?
„Hugmyndin er sú að það sé þriggja manna nefnd sem fer yfir allar umsóknir. Síðan sé önnur nefnd sem fer yfir fjárhag bótanna ef fyrri nefndin telur ástæðu til.“ Hann tekur þó fram að þar sem lagafrumvarpið sé enn í vinnslu sé ekki búið að móta hvernig tekið verði á einstaka málum með nákvæmum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert