Fljúga til Íslands frá Jórdaníu í kvöld

Stefnt er að því að Íslendingarnir sem verið hafa í …
Stefnt er að því að Íslendingarnir sem verið hafa í Tel Aviv komi heim í kvöld frá Jórdaníu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingahópurinn leggur af stað innan skamms frá Jerúsalem áleiðis til Amman og er stefnt að því að flogið verði þaðan til Íslands í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en 120 manna hópur Íslendinga er í Ísrael og stóð til að farþegaflugvél á vegum stjórnvalda myndi sækja hópinn til Tel Aviv. Icelandair tók þá ákvörðun að lenda ekki á flugvellinum í Tel Aviv vegna nýs öryggismats.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert