Fyrstu atkvæðin komin í kassa í sameiningakosningum

Halldór Árnason var fyrstur að kjósa í Vesturbyggð og Lilja …
Halldór Árnason var fyrstur að kjósa í Vesturbyggð og Lilja Magnúsdóttir var fyrst að kjósa í Tálknafirði. Ljósmynd/Aðsend.

Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, var fyrst Tálknfirðinga til að kjósa í íbúakosningu um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps þegar kjörstaðir opnuðu í morgun.

Halldór Árnason sjómaður var fyrstur til að kjósa í Vesturbyggð. Þetta eru þriðju sameiningarkosningarnar sem Halldór tekur þátt í en hann minnti fólk á mikilvægi þess að nýta atkvæðisréttinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestfirðingum sem er sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna tveggja.

Íbúakosning um sameiningu sveitarfélaganna tveggja stendur til og með 28. október. Kosningin er bindandi og þarf meirihluta samþykkis íbúa hvors sveitarfélags fyrir sig til þess að af sameiningunni verði.

16 ára og eldri fá að kjósa

Samkvæmt tilkynningunni eru 1.005 manns á kjörskrá. 200 manns á Tálknafirði og 805 manns í Vesturbyggð. 

Eins og mbl.is hefur fjallað um þá verða kosningarnar ekki með hefðbundnu sniði. 

Þeir sem hafa náð 16 ára aldri munu fá að kjósa í kosn­ing­um. Ný reglu­gerð um íbúa­kosn­ing­ar býður upp á þessa nýj­ung sem og marg­ar aðrar sem verða prufu­keyrðar í þess­um sam­ein­ing­ar­kosn­ing­um.

Ekki verður hefðbund­in utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla held­ur get­ur fólk fengið kjör­seðla senda með tölvu­pósti og mun at­kvæðagreiðsla standa yfir frá 9.-28. októ­ber.

Einnig verður sú nýj­ung prufuð að vera með fær­an­leg­an kjörstað. Hægt verður að panta þenn­an fær­an­lega kjörstað eft­ir ákveðnum relg­um sem um hann gilda sem gæti til dæm­is nýst stór­um vinnu­stöðum og sjúkra­stofn­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert