Íslendingarnir fljúga ekki frá Ísrael

Íslensk stjórnvöld hafa tekið á leigu farþegafugvél frá Icelanda­ir sem …
Íslensk stjórnvöld hafa tekið á leigu farþegafugvél frá Icelanda­ir sem mun flytja Íslendingana sem eru í Ísrael heim í dag. Fallið var frá því að fljúga frá Ísrael svo hópurinn mun fara til Jórdaníu þaðan sem flogið verður. mbl.is/Árni Sæberg

Íslendingarnir sem áttu að fara með farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins klukkan 9 í morgun að staðartíma í Ísrael fara ekki í loftið á þeim tíma.

Fljúga frá Jórdaníu

Þeir munu þess í stað fara með rútu frá hótelinu í Jerúsalem klukkan 11.30 að staðartíma. Rútan mun flytja fólkið að landamærum Jórdaníu þar sem skipt verður um rútu en sú mun flytja hópinn að flugvellinum í Amman í Jórdaníu.

Þar mun farþegaflugvélin á vegum íslenskra stjórnvalda bíða eftir hópnum og flytja til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert