Íslendingarnir lagðir af stað heim

Íslendingarnir eru lagðir af stað heim frá Jórdaníu.
Íslendingarnir eru lagðir af stað heim frá Jórdaníu. Samsett mynd

Farþegaflugvél með 126 Íslendinga innanborðs, sem voru strandaglópar í Ísrael eftir að hryðjuverkasamtökin Hamas hófu innrás sína, er lögð af stað áleiðis til Íslands. Áætlaður lendingartími á Íslandi er klukkan hálf fimm í nótt.

Flugvélin lagði af stað frá Queen Alia-alþjóðaflugvellinum í Amman í Jórdaníu, klukkan 18.40 að íslenskum tíma. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Um borð eru einnig 5 Færeyingar, 4 Norðmenn og 12 manna hópur frá Þýskalandi auk flugáhafnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu.

„Áætlað er að farþegaflugvélin millilendi stuttlega í Róm á Ítalíu vegna áhafnarskipta, en haldi svo för sinni áfram til Keflavíkur. Reiknað er með að vélin lendi á íslenskri grund klukkan hálf fimm í nótt,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert