Kolbrún Birna nýr persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann hefur tekið við hlutverki persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar.
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann hefur tekið við hlutverki persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann hefur tekið við hlutverki persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar og er í leiðinni skipuð fagstjóri fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf.

Kolbrún Birna hefur starfað hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf á fagsviði persónuverndar frá mars 2022 og hefur sérhæft sig í persónuvernd síðustu ár.

Þannig fór hún í meistararitgerð sinni yfir sögu og þróun persónuverndarréttarins og lagði þar mat á möguleg áhrif persónuverndarréttarins á umfang verndar persónuupplýsinga sem heyra undir friðhelgi einkalífs 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, með hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu.

Kolbrún Birna starfaði áður hjá Persónuvernd og með námi aðstoðaði hún við gerð bókarinnar Persónuverndarréttur eftir Björgu Thorarensen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert