Notuðu þrívíddarskanna vegna skotárásar

Frá héraðsdómi í morgun. Tæplega þrítugur karlmaður er ákærður fyrir …
Frá héraðsdómi í morgun. Tæplega þrítugur karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. mbl.is

Lög­regl­an notaðist við þrívídd­arsk­anna til að átta sig bet­ur á aðstæðum á vett­vangi á Dubliner þar sem skotárás var gerð í mars síðastliðnum.

Notaðar voru mynd­ir úr eft­ir­lits­mynda­vél­um á staðnum þar sem sást hvar skot­maður­inn stóð og hvar hinir gest­irn­ir voru. Þrívídd­ar­skjal var út­búið til að sýna frá mis­mun­andi sjón­ar­horn­um hvert högl­in úr af­söguðu hagla­byss­unni sem var notuð við verknaðinn, fóru.

Þessu greindi lög­reglumaður frá við skýrslu­töku í aðalmeðferð máls­ins í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un. Byss­an var rann­sökuð á skotæf­ing­ar­svæði sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. Þar stilltu menn sér upp úr þeirri fjar­lægð sem þeir höfðu reiknað út að skotið hefði riðið af, eða 7,10 metra, hleyptu af nokkr­um skot­um, tóku mynd­band af hverju þeirra og mynduðu dreif­ingu hagl­anna.

Verj­and­inn Þorgils Þorgils­son spurði hvort gikkþrýst­ing­ur hefði verið mæld­ur. Það var ekki gert, að sögn lög­reglu­manns­ins, sem vissi ekki út af hverju. Hann tók þó fram að gikk­drægið hefði verið talið eðli­legt. Lög­reglumaður­inn sagði byss­una hafa virkað sem skyldi en að eng­in hætta hefði verið á slysa­skoti.

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari frá embætti héraðssak­sókn­ara, spurði hvort manns­bani hefði getað hlot­ist af ef ein­hver hefði orðið fyr­ir högl­un­um og svaraði lög­reglumaður­inn því ját­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert