Fer fram á 16 ár í Drangahraunsmáli

Frá upphafi aðalmeðferðar í Drangahraunsmálinu í héraðsdómi á mánudaginn.
Frá upphafi aðalmeðferðar í Drangahraunsmálinu í héraðsdómi á mánudaginn.

Saksóknari í Drangahraunsmálinu svokallaða, þar sem Maciej Jakub Tali er ákærður fyrir manndráp með því að hafa stungið meðleigjanda sinn fimm sinnum með hníf, fór í dag fram á að Maciej hlyti 16 ára fangelsi. Aðalmeðferð málsins hélt áfram í dag eftir að hún hófst á mánudaginn.

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari málsins fór jafnframt fram á að Maciej yrði dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á fjórar milljónir. Rúv greinir frá.

Greint er frá því að ákæruvaldið telji vitnisburð Maciej ekki trúverðugan, en Maciej hafði meðal annar sagt að hann hafi stungið meðleigjanda sinn ítrekað í sjálfsvörn eftir að meðleigjandinn hafi fyrst ráðist gegn sér.

Rúv greinir jafnframt frá því að verjandi Maciej hafi farið fram á sem vægustu refsingu og meðal annars vísað til þess að hann hafi gefið sig fram á vettvangi og að umdeild skilaboð sem hann hafði áður sent á vin sinn, og ákæruvaldið taldi sýna vilja hans til að fremja manndrápið, sanni ekkert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert