Segir Bjarna hafa gefið sér „ímyndaða armslengd“

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á Bjarna Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra, sem sagði af sér í gær í tengslum við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka.

Oddný sagði Bjarna hafa gefið sér einhverja ímyndaða armslengd, þegar kom að sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka.

Ábyrgð ráðherra skýr

„Þegar ráðherrar og stjórnarþingmenn eru spurðir um hæfi fjármálaráðherrans eða hvort hann hafi farið að lögum við sölu á eignarhlutum í Íslandsbanka eru svörin oftast um einhverja ímyndaða armslengd sem hafi komið í veg fyrir að fjármálaráðherrann vissi hvaða ákvarðanir hann var að taka eða að lögin um söluna hafi ekki verið nægilega skýr,“ sagði Oddný á fundi Alþingis undir liðnum störf þingsins nú í dag.

Oddný ýjaði að því að niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi raunar verið vituð og heldur áfram:

„Hinum sérstöku hæfisreglum stjórnsýslulaga er ætlað að stuðla að því að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Með þeim ætti að vera vörn fyrir frændhygli og spillingu. Ábyrgð fjármálaráðherrans er skýr samkvæmt lögum: Hann gætti ekki að hæfu sínu.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert