900 íbúðir í farvatninu á Hlíðarenda

Svona sáu Alark arkitektar fyrir sér nýbyggingu á A-reit.
Svona sáu Alark arkitektar fyrir sér nýbyggingu á A-reit. Teikning/ALARK arkitektar

Tæp­lega 900 íbúðir gætu risið á Hlíðar­enda á næstu árum ef skipu­lags­hug­mynd­ir ná fram að ganga.

Hefja sölu á síðustu íbúðum við Hlíðarfót fyr­ir ára­mót

Byggðir hafa verið fjór­ir reit­ir á Hlíðar­enda, reit­ir C, D, E og F, og eru þar alls 673 íbúðir. Þá eru 40 íbúðir á B-reit í fjöl­býl­is­hús­inu Arn­ar­hlíð 1 en það var fyrsta húsið sem reis í nýja hverf­inu.

Skipt­ing reita á Hlíðar­enda er hér sýnd á grafi ásamt götu­heit­um. Eins og sjá má hef­ur byggðin verið þétt mikið um­hverf­is Knatt­spyrnu­fé­lagið Val.

Síðan íbúðir í Arn­ar­hlíð 1 komu á markað árið 2017 hafa nýir stiga­gang­ar á reit­um C-F komið í sölu með reglu­legu milli­bili. Áformað er að hefja sölu á þeim síðustu á reit C við Hlíðarfót fyr­ir ára­mót.

Vest­an við þessa fjóra reiti er áformað að reisa 460 íbúðir á reit­um G, H og I. Upp­bygg­ing á H-reit við Hring­braut er kom­in vel á veg en áformað er að reisa þar 195 íbúðir. Jafn marg­ar íbúðir eru áformaðar á G-reit en ætl­un­in er að hefja þá upp­bygg­ingu fyr­ir ára­mót. Sunn­an við G-reit hyggst Bjarg byggja um 70 íbúðir á I-reit.

Breyt­ist í bygg­ing­ar­lóð

Eins og Morg­un­blaðið fjallaði um ný­verið hef­ur Val­ur jafn­framt áform um að gera nýj­an íbúðareit und­ir allt að 245 íbúðir aust­an við H-reit. Sú breyt­ing sé í takti við áform borg­ar­yf­ir­valda um þétt­ingu byggðar og í sam­ræmi við gild­andi aðal­skipu­lag.

Þá hef­ur Val­ur óskað eft­ir að fá að breyta skipu­lagi A-reits þannig að íbúðum fjölgi á kostnað fer­metra sem ætlaðir eru und­ir at­vinnu­hús­næði.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert