Banaslys á Skógaheiði

Banaslys varð undir Eyjafjöllum í kvöld.
Banaslys varð undir Eyjafjöllum í kvöld. mbl.is

Karlmaður lést í slysi á Skógaheiði á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn um borð í svokölluðum buggybíl. Hann var úrskurðaður látinn á slysstað.

Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir fóru á vettvang auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert