Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna bíla sem sitja fastir á Breiðdalsheiði og Öxi. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl.is
Þrír bílar sitja fastir á Breiðdalsheiði en ekki liggur fyrir hversu margir sitja fastir á veginum um Öxi. Ófært er á báðum vegunum vegna slæmra veðurskilyrða, en að sögn Jóns Þórs er þæfingsfærð á svæðinu.
Björgunarsveitir frá Djúpavogi, Breiðdalsvík og ofan af Héraði vinna nú á vettvangi.