Hellisheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Vindhraði er í kringum 20 metrar á sekúndu á heiðinni og þæfingsfærð. Hjáleið er um Þrengslin en einungis vel búnum bílum er hleypt þar í gegn.
Vegurinn um Þrengsli er á óvissustigi og því verður einungis vel búnum bílum hleypt þar í gegn samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Björgunarsveitir á Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Hveragerði og í Reykjavík hafa verið kallaðar út vegna fjölda bifreiða sem sitja fastar bæði í Þrengslunum og í Hveradalabrekkunni.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, staðfestir í samtali við mbl.is að búið sé að kalla út sveitirnar austan Hellisheiðar og í Reykjavík.