Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum

Veginum undir Hafnarfjalli hefur verið lokað sem og veginum um …
Veginum undir Hafnarfjalli hefur verið lokað sem og veginum um Hellisheiði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegagerðin hefur lokað hringveginum á tveimur stöðum, annars vegar er Hellisheiði lokuð en hjáleið er opin um Þrengsl­in. Ein­ung­is vel bún­um bíl­um er hleypt þar í gegn.

Hringveginum lokað undir Hafnarfjalli

Þá hefur veginum undir Hafnarfjalli verið lokað á meðan verið er að losa vanbúna bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni gæti lokun staðið yfir í einhvern tíma.

Vegurinn að Dettifossi er einnig lokaður vegna færðar og veðurs og þá er hugsanlegt að það komi til lokunar á veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Stærri bílar ættu ekki að vera á ferðinni vegna vinds á því svæði.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við mbl.is að vegirnir verði opnaðir um leið og færi gefst til.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert