Þyrlan í útkall eftir bílslys í grennd við Flúðir

Þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd úr safni. Ljósmynd/Jóhann Kristjánsson

Lögreglunni á Suðurlandi barst í kvöld tilkynningu um bílslys á Skeiða-og Hrunamannavegi nálægt Flúðum.

Þetta staðfestir aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi í samtali við mbl.is. 

Viðbragðsaðilar vinna nú á vettvangi, en ekki var frekari upplýsingar að fá að svo stöddu.  

Uppfært kl 22:26:

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang, en hún lenti við Landspítalann í Fossvogi nú fyrir stuttu. Ekki hefur fengist staðfest nánar um líðan fólks eða hversu margir slösuðust eða voru fluttir með þyrlunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert