Vegirnir um Þrengsli og Hellisheiði eru á óvissustigi og því verður einungis vel búnum bílum hleypt þar í gegn samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hellisheiði, í Þrengslum og á Bláfjallavegi. Krapi, snjóþekja og hálkublettir eru á nokkrum öðrum leiðum.
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við mbl.is að það hafi verið vandræði með illa búna bíla á vegunum.
„Við erum að reyna að halda vegunum opnum og ef bílar eru í vandræðum og fyrir okkur þá gengur það auðvitað verr,“ segir G. Pétur.