Býst ekki við hitafundi

Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra, kveðst ekki búast við hitafundi í Snorrabúð á Þingvöllum í dag.

„Ég á nú frekar von á því að þetta verði til að stilla saman strengi og ræða saman um hvar við erum stödd á miðju kjörtímabili,“ segir Bjarni.

Ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnarflokkanna komu saman í rútu skömmu fyrir klukkan tólf.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins verða á fund­in­um rædd­ir þeir mála­flokk­ar sem til um­fjöll­un­ar hafa verið í starfs­hóp­um stjórn­ar­flokk­anna síðustu tvo daga, m.a. útlendingamál og orkumál.

Spurður hvort búið sé að taka ákvörðun um framtíð hans innan ríkisstjórnarinnar, kveðst Bjarni ekki vilja tjá sig um málið. Ákvörðunin verði látin í ljós á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun.

Úr Snorrabúð, rétt áður en fundurinn hófst.
Úr Snorrabúð, rétt áður en fundurinn hófst. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert