Eldur í bifreið í Reykjavík

Eldur kom upp í bifreið í Reykjavík. Slökkvilið sá um …
Eldur kom upp í bifreið í Reykjavík. Slökkvilið sá um að slökkva eldinn og var bifreiðin dregin af vettvangi með dráttarbifreið. mbl.is/Eyþór

Eldur kom upp í bifreið í Reykjavík. Slökkvilið sá um að slökkva eldinn og var bifreiðin dregin af vettvangi með dráttarbifreið. Eldsupptök eru ókunn að svo stöddu.

Þetta kom fram í tilkynningu lögreglu vegna verkefna hennar frá því síðdegis í gær þar til snemma í morgun.

Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Reykjavík og um einstakling að reyna að brjótast inn í íbúð í fjölbýlishúsi. Einstaklingurinn náði að brjóta upp útihurð en lögreglumenn komu skömmu síðar á vettvang og var hann þá handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert