Síminn hefur veitt fimm ungum konum í tæknigreinum við Háskólann í Reykjavík námsstyrk úr Samfélagssjóði Símans. Styrkurinn er nýttur til að greiða skólagjöld þeirra við HR skólaárið 2023-2024 ásamt því að möguleiki er á áframhaldandi styrk út námið, segir í tilkynningu.
Námsstyrkurinn er hluti af fimm ára samstarfsverkefni Símans og HR að fjölga ungum konum í tæknigreinum. Konurnar fimm eru nýnemar í HR og eiga það allar sameiginlegt að hafa sýnt framúrskarandi námsárangur í framhaldsskóla. Síminn vill þannig hvetja þær til áframhaldandi góðra verka og fjölga konum sem útskrifast úr tæknigreinum.
Þetta er annað árið í röð sem Síminn styður við ungar konur í tæknigreinum í samstarfi við HR og eru fyrirtækið og háskólinn gríðarlega stolt af samstarfinu. Styrkþegum eru færðar innilegar hamingjuóskir, segir enn fremur í tilkynningu.
Styrkþegar Samfélagssjóðs Símans, konur í tæknigreinum við HR 2023-2024 eru: