Það var létt yfir þingmönnum og ráðherrum stjórnarflokkanna þegar þeir söfnuðust saman í rútu fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í morgun.
Blaðamenn veittu því eftirtekt að áfengar veigar voru bornar inn í rútuna en tveir einstaklingar sáust ganga inn með litla bjórkassa, sem stundum eru kallaðar rútur.
Ferðinni var heitið á Þingvelli þar sem þingflokkarnir þrír munu fara yfir stöðuna og ræða saman.
Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is að til standi að ræða þingmál komandi vetrar. Hún neitaði því að uppstokkun ráðherra í ríkisstjórn hennar myndi vera þar til umræðu. Dagurinn væri vinnudagur til að ræða þau verkefni sem framundan eru.