Starfsmaður Laugarnesskóla hefur verið handtekinn í kjölfar alvarlegs atviks í skólanum, þar sem hann og nokkur börn áttu í hlut.
„Ég vil upplýsa ykkur um að í gær kom upp alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmanns og nokkurra barna,“ segir í tölvupósti frá Birni Gunnlaugssyni skólastjóra til foreldra barna í skólanum.
„Þegar hefur verið haft samband við hlutaðeigandi foreldra og er málið unnið í samráði við þau,“ skrifar skólastjórinn.
Tekið er fram að starfsmaðurinn sé kominn í leyfi á meðan málið sé til rannsóknar.
Vísir greindi fyrst frá og kveðst hafa fengið þær fregnir að karlmaður hafi verið handtekinn og leiddur inn í lögreglubifreið við skólann í gær.