Stjórnarflokkar til Þingvalla

Frá Þingvöllum.
Frá Þingvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­flokk­ar stjórn­ar­flokk­anna munu funda sam­eig­in­lega á Þing­völl­um í dag. Gert er ráð fyr­ir að fund­ur­inn hefj­ist fyr­ir há­degi og standi fram eft­ir degi. Rík­is­ráðsfund­ur er áformaður á Bessa­stöðum á morg­un, þar sem end­ur­skip­an ráðherra­embætta verður staðfest.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins verða á fund­in­um rædd­ir þeir mála­flokk­ar sem til um­fjöll­un­ar hafa verið í starfs­hóp­um stjórn­ar­flokk­anna síðustu tvo daga, en þar eiga sæti þing­flokks­for­menn flokk­anna og aðstoðar­menn ráðherra.

Þau mál sem rædd hafa verið í starfs­hóp­un­um eru þau sem einkum hafa borið í milli í áhersl­um flokk­anna og má þar nefna út­lend­inga­mál og orku­mál, en einkum verður staða efna­hags­mála, aðgerðir til að vinna bug á verðbólgu og hús­næðismál til um­fjöll­un­ar, svo nokkuð sé nefnt.

Stóla­skipti lík­leg­ust

Hvað mögu­leg­an ráðherrakap­al í rík­is­stjórn­inni varðar þá er það svo að flest­ir úr þingliði Sjálf­stæðis­flokks­ins sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við eru þeirr­ar skoðunar að lík­leg­ast sé að Bjarni Bene­dikts­son og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir hafi stóla­skipti. Þó álíta ekki all­ir að best fari á því. Ef þannig færi að Bjarni Bene­dikts­son hyrfi frá ráðherra­dómi um sinn myndi það kalla á breyt­ing­ar á ráðherra­hópi Sjálf­stæðis­flokks­ins og einnig mögu­lega upp­stokk­un ráðuneyta á milli stjórn­ar­flokk­anna.

Ef til þess kem­ur eru bæði Fram­sókn­ar­menn og Sjálf­stæðis­menn sagðir fylgj­andi því að mat­vælaráðuneytið hverfi frá Vinstri græn­um, enda er mik­il gremja í gangi yfir fram­göngu Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra, ekki síst meðal Sjálf­stæðismanna. Mögu­legt er að Svandís fái á sig ákúr­ur frá umboðsmanni Alþing­is vegna fram­göngu sinn­ar í hval­veiðimál­inu og verði tæp­ast vært í ráðuneyt­inu eft­ir það. Það mun þó vart leiða til þess að Vinstri græn­ir missi spón úr aski sín­um. Þyrfti því að skjóta öðrum ráðherra­stól und­ir Svandísi. Það myndi aft­ur á móti kalla á upp­stokk­un ráðuneyta á milli stjórn­ar­flokk­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert