Dimmalimm á borð ráðherra

Menningar- og viðskiptaráðuneytið er með fyrirhugaða útgáfu á Dimmalimm til …
Menningar- og viðskiptaráðuneytið er með fyrirhugaða útgáfu á Dimmalimm til skoðunar. Samsett mynd

Menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið er með fyr­ir­hugaða út­gáfu bóka­út­gáf­unn­ar Óðinsauga á Dimm­alimm til skoðunar. Skoðað er hvort til­efni sé til að grípa inn í út­gáf­una sem fyr­ir­huguð er síðar í mánuðinum.

Eins og komið hef­ur fram í Morg­un­blaðinu hef­ur þessi nýja út­gáfa á Dimm­alimm, bók Guðmund­ar Thor­steins­son­ar eða Muggs, að geyma nýj­ar teikn­ing­ar í stað teikn­inga hans. Bæði Rit­höf­unda­sam­bandið og Mynd­stef hafa sett sig upp á móti út­gáf­unni.

„Ráðuneyt­inu bár­ust ábend­ing­ar og er­indi um fyr­ir­hugaða út­gáfu Sög­unn­ar af Dimm­alimm. Óskað var eft­ir því að kannað yrði hvort ástæða væri til að beita ákvæði 2. mgr. 53. gr. höf­unda­laga, en sam­kvæmt henni er ein­ung­is heim­ilt að höfða mál vegna brota á sæmd­ar­rétti verka sem fall­in eru úr al­mennri höf­und­ar­rétt­ar­vernd að kröfu ráðherra, enda telji hann þess þörf vegna til­lits til al­mennr­ar menn­ing­ar­vernd­ar. Sú könn­un stend­ur nú yfir í ráðuneyt­inu,“ seg­ir í svari ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Morg­un­blaðið hef­ur ekki náð tali af Lilju Al­freðsdótt­ur menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra vegna máls­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka