Dimmalimm á borð ráðherra

Menningar- og viðskiptaráðuneytið er með fyrirhugaða útgáfu á Dimmalimm til …
Menningar- og viðskiptaráðuneytið er með fyrirhugaða útgáfu á Dimmalimm til skoðunar. Samsett mynd

Menningar- og viðskiptaráðuneytið er með fyrirhugaða útgáfu bókaútgáfunnar Óðinsauga á Dimmalimm til skoðunar. Skoðað er hvort tilefni sé til að grípa inn í útgáfuna sem fyrirhuguð er síðar í mánuðinum.

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur þessi nýja útgáfa á Dimmalimm, bók Guðmundar Thorsteinssonar eða Muggs, að geyma nýjar teikningar í stað teikninga hans. Bæði Rithöfundasambandið og Myndstef hafa sett sig upp á móti útgáfunni.

„Ráðuneytinu bárust ábendingar og erindi um fyrirhugaða útgáfu Sögunnar af Dimmalimm. Óskað var eftir því að kannað yrði hvort ástæða væri til að beita ákvæði 2. mgr. 53. gr. höfundalaga, en samkvæmt henni er einungis heimilt að höfða mál vegna brota á sæmdarrétti verka sem fallin eru úr almennri höfundarréttarvernd að kröfu ráðherra, enda telji hann þess þörf vegna tillits til almennrar menningarverndar. Sú könnun stendur nú yfir í ráðuneytinu,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Morgunblaðið hefur ekki náð tali af Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert